Flöskusöfnun

Frá árinu 2008 höfum við tekið við flöskum og dósum frá velunnurum okkar og hér sannast svo sannarlega — margt smátt gerir eitt stórt. Rúmlega 1,2 milljón hafa safnast vegna dósasöfnunarinnar. Fyrir þennan pening höfum við getað stutt enn frekar við starfsemi okkar í A-Kongó og Rúmeníu, t.d. hjálpað barnaþorpinu í A-Kongó að fjármagna nýjan bát árið 2015 og keypt nýjar dýnur fyrir börnin.

Ef þú vilt styrkja starf okkar með þessum hætti hafðu samband á netfangið icc@internet.is, á facebooksíðu okkar eða í síma 843-6077.