Þorpsforeldrar

Barnaþorp Alþjóðlegu barnahjálparinnar eru griðarstaðir þar sem munaðarlausum og yfirgefnum börnum er boðið öruggt skjól, kærleika og von.

Þorpsforeldrar Alþjóðlegu barnahjálparinnar eru einstaklingar sem láta fé af hendi rakna mánaðarlega til ákveðins barnaþorps. Þannig styrkja þau daglegan rekstur þorpanna og stuðla að betra lífi fyrir þau börn sem í þorpinu búa.

Við leitum að þorpsforeldrum fyrir barnaþorpin í A-Kongó og Rúmeníu. Þorpsforeldrar greiða frá 1000 kr. á mánuði.

Hafðu samband til að skrá þig sem þorpsforeldri eða til að fá nánari upplýsingar.