Styrktarforeldrar

Styrktarforeldrar Alþjóðlegu barnahjálparinnar eru að breyta draumum í veruleika á hverjum degi. Með því að taka að þér barn í barnaþorpum Alþjóðlegu barnahjálparinnar ert þú að búa munaðarlausu eða yfirgefnu barni framtíð sem það hefði aðeins geta dreymt um.

Börnin okkar í A-Kongó eru í sérstakri þörf fyrir styrktarforeldra. Ástandið í þessu stríðsþjáða landi hefur ekki síst komið niður á börnunum og stutt ævi þessara barna er litað af mikilli sorg og þjáningu. Það er heiður að fá að taka þátt í því að snúa lífi þeirra til hins betra og gefa þeim það sem þau þarfnast: heimili, fjölskyldu, menntun, kærleika og von. Mánaðarlegar greiðslur eru frá 3.600 kr.

Hafðu samband til að skrá þig sem styrktarforeldri eða til að fá nánari upplýsingar.