Starfið á heimsvísu

Alþjóðlega barnahjálpin eru alþjóðleg góðgerðarsamtök. Á ensku nefnast samtökin International Children’s Care, ICC.

ICC varð til eftir að harður jarðskjálfti reið yfir höfuðborg Guatamala árið 1978. Mörg börn urðu munaðarlaus í þessum skjálfta og urðu nokkur þeirra fyrstu skjólstæðingar ICC. Nú er ICC með verkefni í 12 löndum. Þessi lönd eru: Rúmenía, A-Kongó, Gana, Sambía, Brasilía, Kólimbía, Guatemala, Mexíkó, El Salvador, Níkaragúa, Dóminíska lýðveldið og Indland.

Rúmenía

Kongó

Gana

Sambía

Brasilía

Kólumbía

Guatemala

Mexíkó

El Salvador

Níkaragúa

Dóminíska lýðveldið

Indland

Markmið okkar er að lina þjáningar og raunir barna um allan heim — sérstaklega þeirra sem eru án stuðnings foreldra eða forráðarmanna.

Samtökin eru kristin og byggist hugmyndafræði þeirra á því að búa þeim börnum sem eru í umsjón þeirra öruggt heimili, kærleiksríka fjölskyldu og góða menntun. Á hverjum stað reisa samtökin svokallað barnaþorp, eða þyrpingu húsa þar sem 8-10 börn búa í hverju húsi ásamt innfæddum hjónum sem ganga þeim í móður- og föðurstað. Þannig búum við börnum okkar, sem koma til okkar, fjölskyldu og þann stöðugleika sem þau þarfnast. Við hvert hús er garður þar sem börnin geta leikið sér og hægt er að gróðursetja grænmeti og rækta ávexti.

Börnin sem alast upp á heimilum ICC eiga alltaf víst skjól og stuðning hjá ICC, eins og stuðningur „alvöru“ fjölskyldu líkur ekki þegar barnið verður 18 ára, heldur þegar að barnið hefur lokið iðn- eða háskólanámi og getur þannig séð sér farboða. ICC er fjölskylda sem nú á fjölda barnabarna.

Ásamt heimilunum tíu á hverjum stað er hugsunin sú að hafa grunnskóla, kapellu og búgarð. Í sumum löndum eru sérstakar móttökustöðvar starfræktar sem sinna nauðsynlegri læknisaðstoð og umhyggju áður en börnunum er fundin fjölskylda. Menntun og starfsþjálfun er gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð barnanna. Reynt er að reisa barnaþorpin nærri framhaldsskólum ef það er mögulegt. Búskapurinn aflar svo ekki einungis fæðis heldur nýtis einnig sem starfsþjálfun fyrir börnin í landbúnaði.

Önnur stuðningslönd

Höfuðstöðvar Alþjóðlegu barnahjálparinnar eru í Bandaríkjunum en félagið hefur einnig skrifstofur í Bretlandi, Þýskalandi, S-Kóreu og Hollandi. Auk þess sem virkt sjálfboðaliðastarf er hér á Íslandi, í Sviss, í Belgíu og á Spáni. Hér getur þú heimsótt vefsíður þriggja starfa erlendis: