Rúmenía

Unglingarnir okkar vaxa og dafna

Vegna áherslubreytinga stjórnvalda í Rúmeníu hefur verið ákveðið að leggja niður starfsemi barnaþorpsins í Rúmeníu í þeirri mynd sem áður var. Við munum samt sem áður styðja við þá unglinga sem í okkar umsjón eru, þar til þeir hafa lokið námi sínu, og sjá þeim fyrir heimili, fjölskylduumhverfi og menntun.

Aðkoma félagins í Rúmeníu hófst í kringum 2000 þegar íslensk hjón hjálpuðu til við að fjármagna borun á brunni við svæði barnaþorpsins sem nýtist nú bæði því og nálægu sveitaþorpi. Þá söfnuðu Íslendingar búsettir á Íslandi og í Bandaríkjunum fjármagni fyrir byggingu heimilis fyrir eina fjölskyldueiningu í barnaþorpinu.

Í gegnum árin hefur myndast gott samband milli verkefnisins í Rúmeníu og íslensku deildarinnar og hefur félagið hér heima staðið fyrir 5 sjálfboðaliðaferðum til barnaþorpsins. Ferðir sem þátttakendur segja margir hverjir að hafi breytt viðhorfi þeirra til lífsins til frambúðar. Auk þess að leggja til fé til almennrar starfsemi barnaþorpsins hefur Íslandsdeild Alþjóðlegu barnahjálparinnar ásamt ICC í Evrópu stutt barnaþorpið í Rúmeníu með því að koma upp gróðurhúsum og bakaríi til að stuðla að aukinni sjálfbærni þorpsins.

Vegna áherslubreytinga stjórnvalda í Rúmeníu og nýrra laga þar í landi hefur verið ákveðið að leggja niður starfsemi barnaþorpsins í Rúmeníu í þeirri mynd sem áður var. Við munum samt sem áður styðja við þá unglinga sem í okkar umsjón eru, þar til þeir hafa lokið námi sínu, og sjá þeim fyrir heimili, fjölskylduumhverfi og menntun.

Kynntu þér styrktarleiðirnar: Styrktarforeldrar | Þorpsforeldrar |  Flöskusöfnun