Austur-Kongó

Börnunum búið heimili

Samtökin höfðu ekki áður tekið að sér svona mörg börn í einu, en ákváðu að láta slag standa, enda líf barnanna í húfi. Nú eru þau mörg hver orðin fullorðin, hafa lært iðn eða klárað háskólanám og lifa nú sjálfstæðu lífi utan barnaþorpsins.

Saga barnanna í umsjón Alþjóðlegu barnahjálparinnar í Kongó er mörkuð af þeim átökum sem staðið hafa í landinu nær linnulaust frá 1997. Þegar fyrstu og öðru Kongóstríðunum svokölluðu lauk formlega árið 2003 var það mannskæðasta stríð síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Milljónir manna, kvenna og barna lágu í valnum. Starfsmenn hjálparsamtaka sem reka heilsugæsluþjónustu á átakavæðunum horfðu upp á þúsundir barna verða munaðarlaus í þessum átökum.

Þessi börn snertu við hjarta þeirra og brátt voru starfsmennirnir komnir með fleiri hundruð börn undir sinn verndarvæng. Árið 2001 höfðu þessi samtök samband við Alþjóðlegu barnahjálpina um að taka að sér um 200 þeirra. Mörg barnanna voru þá orðin hættulega vannærð.

Samtökin höfðu ekki áður tekið að sér svona mörg börn í einu, en ákváðu að láta slag standa, enda líf barnanna í húfi. Nú, 14 árum seinna, er búið að koma upp barnaþorpi, með 9 heimilum, barna- og gagnfræðaskóla og kapellu. Börnin sem við tókum að okkur í upphafi eru nú mörg hver orðin fullorðin, hafa lært iðn eða klárað háskólanám og lifa nú sjálfstæðu lífi utan barnaþorpsins. Við erum svo stolt af þessu unga fólki. Yngri börn hafa hins vegar bæst í hópinn í barnaþorpinu, þar sem vígahópar ganga enn lausum hala í landinu.

Í barnaþorpi Alþjóðlegu barnahjálparinnar í A-Kongó eru nú 135 börn í umsjón okkar. Þrátt fyrir að formlega sé borgarastyrjöldinni lokið ráfa uppreisnarhópar og vopnaðar sveitir um landið, sem viðheldur óstöðuleika og erfiðar uppbyggingu í þessu fátæka ríki. Börnin í barnaþorpi okkar eru, þrátt fyrir erfiðar minningar og mikinn missi á sinni stuttu ævi, lífglöð og heilbrigð. Þau elska að syngja og spila fótbolta og aðra leiki.

A-Kongó er áríðandi verkefni Alþjóðlegu barnahjálparinnar – kynntu þér málið!