Spurningar & svör

Viltu styrkja starfið?

Styrktarreikningur: Alþjóðlega Barnahjálpin, kt. 491202-3430, reikningsnr. 116-26-4

NÁNAR

Stuðningur

Hvað er mest áríðandi verkefni Alþjóðlegu barnahjálparinnar?

Það vantar fleiri styrktarforeldra og þorpsforeldra í A-Kongó. Ástandið í þessu stríðsþjáða landi hefur ekki síst komið niður á börnunum og stutt ævi þessara barna er litað af mikilli sorg og þjáningu. Mánaðarlegar greiðslur eru frá 3.600 kr.

Hvað get ég gert til að hjálpa?
  • Gerst styrktarforeldri og tekið að þér barn í barnaþorpum Alþjóðlegu barnahjálparinnar.
  • Gerst þorpsforeldri og styrkt starf barnaþorpanna almennt.
  • Styrkt starfið í flöskusöfnun Alþjóðlegu barnahjálparinnar.
  • Gefið fjármuni til einstakra verkefna.
  • Gefið af tíma þínum.
  • Beðið fyrir börnunum okkar.

Alþjóða barnahjálpin

Hver er Alþjóðlega barnahjálpin?

Alþjóðlega barnahjálpin eða ICC (International Children's Care) varð til eftir að harður jarðskjálfti reið yfir höfuðborg Guatamala árið 1978. Mörg börn urðu munaðarlaus í þessum skjálfta og urðu nokkur þeirra fyrstu skjólstæðingar ICC. Nú er ICC með verkefni í 16 löndum. Markmið okkar er að lina þjáningar og raunir barna um allan heim — sérstaklega þeirra sem eru án stuðnings foreldra eða forráðarmanna. Við leitumst við að gefa börnum sem eru munaðarlaus, yfirgefin, misnotuð eða vanrækt þann kærleika og það öryggi sem þau eiga skilið. ICC eru kristileg samtök og er Alþjóðleg barnahjálpin íslenska heiti hinna alþjóðlegu samtaka.

Hvernig vinnur Alþjóðlega barnahjálpin?

Alþjóðlega barnahjálpin vinnur á einfaldan en árangursríkan hátt.

  • Fjölskylda: Á hverjum stað þar sem við störfum reisum við 10 einbýlishús sem hvert um sig verður heimili 8-10 barna. Á heimilinum búa einnig innfædd hjón eða fjölskylda sem hugsar um og gætir barnanna af hlýju og kærleik. Þannig búum við börnum okkar, sem koma til okkar, fjölskyldu og þann stöðugleika sem þau þarfnast. Við hvert hús er garður þar sem börnin geta leikið sér og hægt er að gróðursetja grænmeti og rækta ávexti.
  • Framtíðaröryggi: Börnin sem alast upp á heimilum ICC eiga alltaf víst skjól og stuðning hjá ICC, eins og stuðningur „alvöru“ fjölskyldu líkur ekki þegar barnið verður 18 ára. ICC er fjölskylda sem nú á fjölda barnabarna.

Starfið á Íslandi

Hvaða hlutverki þjónar starfið á Íslandi?

Íslandi er styrktarland barnaþorpana í Rúmeníu og A-Kongó.

Hvað starfa margir sjálfboðaliðar á Íslandi?

Í stjórn félagsins á Íslandi eru 3 einstaklingar í sjálfboðastarfi. Mun fleiri sjálfboðaliðar hafa hjálpað til við ýmis verkefni.

Þorpsforeldrar

Hvað eru þorpsforeldrar?

Þorpsforeldrar ICC eru einstaklingar sem láta fé af hendi rakna mánaðarlega til ákveðins barnaþorps. Þannig styrkja þau daglegan rekstur þorpanna og stuðla betra lífi fyrir þau börn sem í þorpinu búa.

Hvað þarf að gera til að verða þorspforeldri?

Hafðu samband á netfang okkar icc@internet.is  til að skrá þig sem þorpsforeldri eða til að fá nánari upplýsingar.

Styrktarforeldrar

Hvað eru styrktarforeldrar?

Styrktarforeldar eru einstaklingar sem taka að sér barn í barnaþorpum Alþjóðlegu barnahjálparinnar og láta fé af hendi rakna mánaðarlega til að hlúa að munaðarlausu eða yfirgefnu barni — gefa því framtíð sem það hefði aðeins geta dreymt um. Mánaðarlegar greiðslur eru frá 3.600 kr.

Hvernig gerist ég styrktarforeldri?

Hafðu samband á netfang okkar icc@internet.is  til að skrá þig sem styrktarforeldri eða til að fá nánari upplýsingar.