Félagsvist 2019

Árlegt félagsvistarkvöld okkar verður haldið laugardaginn 23. febrúar kl. 20 í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36. Verðlaun verða veitt í karla – og kvennaflokki. Aðgangseyrir er 1500 kr. og innifalið er kaffi og kökur. Ágóði kvöldsins rennur til barnaþorpsins í A-Kongó. Þetta er alltaf skemmtilegt kvöld. Hlökkum til að sjá sem flesta! Vinsamlegast athugið að við verðum ekki með posa á staðnum.