Mæður

Austur-Kongó 20/05/2020

Mæðurnar í barnaþorpum okkar um allan heim vinna langan og strangan vinnudag og sinna miklu og vandasömu starfi af kærleika og umhyggju. Mæðurnar í A-Kongó þurfa sérstaklega á stuðning að halda. Starfsvið þeirra er erfitt við frumstæðar aðstæður t.d. enginn rafmagns-tæki til að létta heimilisstörfin og nú hafa mörg veik ung börn komið inn í barnaþorpið á skömmu tíma.

Við vonumst til að geta hjálpað þeim með því að ráða frænkur til starfa, en það eru konur sem hjálpa til á heimilinu og ganga í öll störf. Til þess að það geti orðið þurfum við aukin mánaðarleg framlög. Vilt þú styðja við mæðurnar í A-Kongó? Hafðu endilega samband við okkur icc@internet.is, reikningsnúmer: 116-26-4, kt. 491202-3430 vinsamlegast merkið styrkinn: mömmur. Látum hér fylgja sögur einnar móður úr barnaþorpinu í A-Kongó.

Á árinum 1996-2003 var borgarastyrjöld í A-Kongó. Mörg börn urðu munaðarlaus vegna þessara átaka en talið er að allt að 6 milljónir manna hafi dáið í þessum átökum og vegna þeirra. Georime var ein þeirra. Hún þekkti aldrei foreldra sína. Þeir dóu í árás uppreisnar-manna þegar að hún var 6 mánaða gömul.

Georime var ein þessara barna. Hún þráði það sem hún hafði aldrei átt, að eiga fjölskyldu. Í frumbernsku var líf hennar mjög erfitt og hennar fyrstu minningar eru af miklum raunum og erfiði. Hún og 16 önnur börn voru skilin eftir í umsjón nunna. Nunnurnar höfðu ekkert til að sjá þessum börnum farboða með. Þær voru komnar á fremsta hlunn.

Stríðið geysaði og ferðalög voru mjög hættuleg. Þá barst nunnunum til eyrna að til væri staður þar sem hugsað væri um munaðarlausum börnum en að ferðalag þangað væri hættulegt. Georime tók saman það sem hún átti í einn plastpoka. Hún átti bara föt til skiptana. Nunnurnar fóru með börnin til Goma. Mörg barnanna urðu veik í ferðinni en þau komust loks heil á húfi til Idwji eyju. Þessi sérstaki staður varð að paradís fyrir börnin. Eyja  sem stríðið náði ekki til og barnaþorp Alþjóðlegu barnahjálparinnar var svo byggt á.

Georime varð ein af fyrstu börninum sem til að búa í Patmos barnaþorpinu. Hús voru byggð til að mæður og feður gætu hugsað um börnin og alið þau upp sem kærleiksríkar fjölskyldur. Á hverjum degi fengu börnin mat og umönnun. Þau gengu í skóla og fengu að heyra um Guð.  

Þegar að Georime var eldri, fóru mörg systkina hennar úr barnaþorpinu áfram í frekara nám, iðnnám eða bóknám. En ekkert virtist passa fyrir hana. En eitt var alveg víst, Georime fannst mjög gaman að hjálpa móður sinni í barnaþorpinu að hugsa um yngri börnin. Hún elskaði börn og börnin elskuðu hana. Þegar að Georime giftist studdi Patmos fjölskyldan hennar heilshugar við hana. Georime áttaði sig á því að þótt hún hefði aldrei þekkt foreldra sína átti hún sanna fjölskyldu í Patmos barnaþorpinu.

Árin liðum og svo árið 2013 ákvað Georime og maðurinn hennar að verða foreldrar í barnaþorpinu. Hún hugsar núna af alúð og kærleika um börn sem þurfa mest á því að halda. “Síðan að ég byrjaði að vinna hér hef ég verið svo hamingjusöm að hugsa um börnin“ segir Georime. “ég veit að ég er að borga aftur fyrir þá vinsemd sem mér var sýnd í barnæsku. Ég er enn svo þakklát þeim sem styrkja Patmos barnaþorpið  sem studdu mig þar til að ég gat lifað sjálfstæðu lífi. Þið hafið verið frelsari minn eins og Jesús er frelsari okkar allra. Ég þakka Guði fyrir vernd hans og umhyggju.“

Georime er aðeins ein margra mæðra í barnaþorpum Alþjóðlegu barnahjálparinnar um alla heim sem myndi vaða eld og brennistein fyrir börn í vanda. Vegna stuðnings þíns, eru börnin elskuð af mæðrum sínum sem elska þau eins og þau væru líffræðileg börn þeirra. Þið megið endilega hafa Georime, hinar mæðurnar og feðurnar í barnaþorpum okkar í bænum ykkar.