Góðar fréttir af nýju börnunum í Patmos barnaþorpinu

Austur-Kongó 08/03/2020

Á síðasta ári vorum við hjá Íslandsdeildinni með neyðarsöfnun vegna komu um 60 nýrra barna í barnaþorpið í byrjun maí. Íslendingar voru fljótir að taka við sér og sendum við tæplega 870.000 kr. út til barnaþorpsins til að þau gætu tekið á móti þessum börnum og veitt þeim þá læknisþjónustu og umönnun sem þau þurftu. Þessir fjármunir komu sér afar vel og viljum við enn og aftur koma bestu þökkum til þeirra sem hjálpuðu þessum börnum.

Eftirfarandi er lauslega þýtt úr bréfi formanns Alþjóðlegu barnahjálparinnar á heimsvísu Rick Fleck (í mars útgáfu Que Pasa málgagns aðalskrifstofu Alþjóðlegu barnahjálparinnar í Bandaríkjum). Þar segir hann meðal annars um nýju börnin og Patmos barnaþorpið eftir að hafa heimsótt þorpið nýlega: „Ég held áfram að þakka Guði fyrir gjafmildi fjölskyldumeðlima Alþjóðlegu barnhjálparinnar, fólk eins og þú, gerir starfið í Patmos og öðrum barnaþorpu okkar mögulegt. Þú ert að hjálpa börnum sem hafa upplifað að tilveru þeirra sé splundrað með ofbeldi og öðrum hörmungum sem eru svo algeng í A-Kongó…

Áramótin eru sérstaklega gleðilegur tími fyrir börnin og starfsfólkið í Patmos. Við skipulögðum heimsókn/eftirlitsferð okkar svo að við gætum tekið þátt í hátíðarhöldunum. Við nutum þess! Börnin og starfsfólkið setti upp sýningu með söng, þjóðdönsum og atriðum sem sýndu líkamlegan styrk og jafnvægi. Öll börnin tóku þátt með mikilli gleði og krafti, jafnvel þau allra minnstu sem komu til okkar fyrir ekki svo löngu. Til hliðar má sjá mynd af hluta af hóp nýju barnanna að taka þátt í hátíðarhöldunum.

Þið munið kannski eftir því að við tókum að okkur um 60 börn í einu. Meðlimir í Kirkju sjöunda dags aðventista frá öðru héraði hafði samband við Désire (yfirmann Patmos barnaþorpsins) með neyðarbeiðni. Eftir að uppreisnarmenn höfðu framið fjöldamorð í héraðinu og önnur ódæði fundu meðlimir kirkjunnar 60 munaðarlaus börn sem þau tóku að sér. Börnin voru færð í kirkjuna og bjuggu þar, en það gekk ekki til lengdar. Þau voru mjög veik og vannærð, ástand þeirra var mjög alvarlegt. Neyðin var mikil. Eitthvað varð að gera!  

Désiré svaraði. Og þið svöruðuð! Ykkar stuðningur veitti hjálp á gríðarlega mikilvægum tíma. Og núna eiga þessi börn heima í Patmos barnaþorpinu. Þetta var fyrsta nýársgleðinu þeirra með fjölskyldu Alþjóðlegu barnahjálparinnar síðan að þau komu í okkar umsjá.   

Ég fylgdist vel með þeim og sá að þau voru að njóta sín, brosandi og syngjandi með tilþrifum. Samt sem áður, þegar að ég horfði nánar á þau, sá ég að þau hafa ekki náð 100% bata. Mörg þeirra eru enn með húðvandamál og áhrif vannæringar má einnig enn sjá hjá sumum þeirra. En Désire (yfirmaður barnaþorpsins) er hjúkrunarfræðingur. Hann sér til þess að börnin fái alla nauðsynlega læknisþjónustu og sérstaka næringu þar til að þau hafa að fullu náð sér. Þetta er hægt vegna kærleika ykkar og stuðnings. Það sem ég sá var hughreystandi og eflandi. Á hverjum degi er verið að græða líkama og sálir þessara barna. Og með nýju ári kemur ný von fyrir þessi börn sem hafa upplifað svo skelfilega hluti. Og þið spilið stórann þátt í því!…

Brýnasta þörfin í Patmos barnaþorpinu núna er að finna styrktarforeldra fyrir þau börn sem komu til okkar í fyrra. Verið er að hjálpa þeim að ná sér andlega og líkamlega en þau þurfa nauðsynlega á styrktarforeldrum að halda til hjálpa þeim að ná bata…“

Það er gott að heyra að börnin eru komin í örugga höfn og líður vel í barnaþorpinu! Nú þurfum við eins og Rick skrifar hér að ofan að fá fólk sem er til í að veita þeim áframhaldandi stuðning! Við hér á Íslandi leitum nú stuðnings fyrir 5 þessara barna. Þau eru á aldrinum 2-8 ára. Getur þú hjálpað einu þeirra?

Styrktarforeldar hjálpa til að breyta dapurlegri fortíð í bjarta framtíð. Áhugasamir hafið samband við okkur, icc@internet.is eða 822-4931. Mánaðarleg greiðsla styrktarforeldra er 3600 kr.