Eftirlitsferð til A-Kongó

Austur-Kongó 01/03/2020

Yfirmenn heimstarfs Alþjóðlegu barnahjálparinnar, hjónin Rick and Sharon Fleck fóru ásamt fleirum í eftirlitsferð í Patmos barnaþorpið 29. desember til 10. janúar síðastliðinn. Heimsóknin hafði gríðarlega mikil og jákvæð á þau. Í opnu bréfi Rick Fleck í Que Pasa (málgagn aðalskrifstofu félagsins í Bandaríkjunum) fyrir mars mánuð segir hann meðal annars; „Og ég er með góðar fréttir! Ég sá með eigin augum hversu fær og heilshugar starfsfólkið í Patmos er. Ég get fullvissað ykkur um að þau fara vel með þá styrki sem þið færið – starf þeirra ber ríkulegan ávöxt!“.

Þau hjónin voru sammála um að afar vel væri hugsað um börnin og börnin væru ánægð og hraustleg. Þá fannst þeim bera vott um hve gott starfið í barnaþorpinu væri að þeim börnum sem þar hafa alist upp og lifa nú sjálfstæðu lífi vegnar almennt vel og eru strax farinn að setja svip sinn á eyjuna, þar sem barnaþorpið er, með jákvæðum hætti. Eftirlitsaðilarnir voru líka mjög ánægðir með þá vinnu sem gerð hefur verið í barnaþorpinu og hvernig fjármagn hefur verið nýtt. Þá var bókhald og utanumhald fjármála í barnaþorpinu í góðum málum.

Niðurstaða heimsóknarinnar var því mjög jákvæð. Og í framhaldinu mun Alþjóðlega barnahjálpin setja á fullt að reyna að hlúa enn frekar að þessu verkefni. Brýnasta þörfin er að finna styrktarforeldra fyrir þau tæplega 70 börn sem bæst hafa við í barnahópinn frá því í fyrra. Þá vantar þorpsforeldra, m.a. til að standa straum að því að ráða „frænkur“ til starfa í barnaþorpinu. Mikið mæðir á mæðrunum, sérstaklega þegar að svona mörg ný börn eru hafa bæst í hópinn en 62 þeirra eru undir 6 ára aldri og þær þurfa því á frekari hjálp að halda t.d. með þvott. Þá þarf að byggja þarf nýtt heimili fyrir börnin auk starfsmannahúss.

Vilt þú taka að þér barn? Eða gerast þorpsforeldri? Hafðu samband á netfangið icc@internet.is eða í síma 822-4931.

*Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjan barnaskóla sem rís nú í barnaþorpinu og var fjármagnaður alfarið af einum styrktaraðila í Bandaríkjunum.