Gaf afmælisgjafirnar sínar til Alþjóðlegu barnahjálparinnar!

Þann 13. janúar síðastliðinn átti Vigdís Linda Jack fimmtíu ára afmæli. Hún hélt upp á þessi tímamót með fjölskyldu og vinum 2. janúar með glæsibrag. Vigdís Linda er dyggur styrktaraðili Alþjóðlegu barnahjálparinnar og bað gesti sína að styrkja starf félagsins í tilefni af afmælinu. Skemmst er frá því að segja að alls gáfu vinir og vandamenn Vigdísar Lindu rétt um 250.000 þúsund krónur til félagsins! Við erum innilega þakklát og auðmjúk yfir þessari miklu gjöf. Peningunum verður varið til að styrkja börnin í A-Kongó.

Þetta er ekki í fyrsta sinni þar sem Vigdís Linda og fjölskylda hennar gefur stórar gjafir til barnanna. Vigdís Linda og eiginmaður hennar Björgvin I. Helgason báðu m.a. gesti í brúðkaupi sínu fyrir 3 árum að styrkja starf félagsins í stað þess að gefa þeim brúðkaupsgjöf og amma Vigdísar og nafna Vigdís Jack hélt í fyrra upp á 90. ára afmælið sitt á síðasta ári og benti þá einnig gestum sínum á að styrkja starf félagsins í stað þess að gefa henni gjafir.

Kærar þakkir Vigdís Linda og allir sem gáfu gjafir til styrktar barnanna í tilefni af afmæli Vigdísar Lindu.