Aðalfundur 2020

Uncategorized 16/01/2020

Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 2. febrúar kl. 17-18:30 í hliðarsal Aðventkirkjunnar í Reykjavík, Ingólfsstræti 19. Dagskrá aðalfundarins verður á þessa leið:

1. Yfirlit yfir starfsemi og fjármál félagsins á síðasta starfsári

2. Stutt kynning á nýjum samþykktum félagsins

3. Kosning á stjórn og skoðunarmanni ársreikninga fyrir 2020

4. Myndasýning frá Patmos barnaþorpinu og léttar veitingar

Í lok fundar munum við sýna myndir og færa nýjustu fréttir úr Patmos barnaþorpinu en eftirlitsaðilar á vegum aðalskrifstofu félagsins (staðsett í Bandaríkjunum) heimsótti barnaþorpið í lok árs 2019 og dvöldu þar yfir áramótin.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á árinu 2020 og vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.