Úr jólabréfi formanns

Uncategorized 09/12/2019

Hér eru þýðing á kafla úr jólabréfi formanns aðalsamtakanna Rick Fleck:

(Jólabréfið í heild sinni á ensku er að finna á vefsíðunni: https://www.forhiskids.org/onlinenews/2019/12_december/infrmtr_1219_letter.html )

Á þessu ári stækkaði fjölskylda Alþjóðlegu barnahjálparinnar um 59 börn á augnarbliki. Við fengum neyðarkall frá A-Kongó þar sem nýlega munaðarlaus börn þurftu á tafarlausri hjálp að halda.

Við reiddum okkur á stuðning ykkar og ákváðum að taka við börnunum í þeirri trú að Guð myndi hræra hjörtu styrktaraðila félagsins til að bjóða þessi börn einnig að „fjölskylduborði Alþjóðlegu barnahjálparinnar“. Og já, þið svöruðuð svo sannarlega kallinu. Fé fékkst til að taka á móti börnunum og standa straum að komu þeirra til barnaþorpsins. Fyrir hönd þessara barna þökkum við ykkur kærlega fyrir!

Við erum nú að vinna að því erfiða verkefni að fá grunnupplýsingar um börnin og bakgrunn þeirra en það er örðugt sökum þess að foreldrar þeirra létust í fjöldamorðum og börnin sjálf eru afar ung.

En ég hef góðar fréttir! Við erum loksins komin með nægar upplýsinga til að byrja að fá styrktarforeldra fyrir a.m.k einhver barnanna! Það mun verða þeim mjög dýrmætt og hjálpa þeim til að líða betur. Vilt þú styrkja eitthvert þessara sérstöku litlu barna?

Ef við tölum aftur um umbreytingu, þá ætla ég að láta eftirfarandi sögu fylgja í þessu bréfi:

Mörg ykkar þekkja yfirmann styrktarforeldraverkefnisins hjá aðalsamtökunum, Alanna Jones. Hún deildi nýlega eftirfarandi sögu um það sem gerðist þegar að hún sá mynd af Jacob (ekki hans rétta nafn), sem kom í Patmos barnaþorpið árið 2017. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir að Alanna hefur unnið hjá félaginu í 11 ár. Á þessum tíma hefur hún séð margar myndir af nýjum börnum sem komið hafa að „dyrum“ Alþjóðlegu barnahjálparinnar. En myndin af Jacob snerti hana djúpt. Hún lýsir þessu svona:

“Ég fann hjarta mitt missa slag þegar að ég sá myndina af Jacob. Mér fannst að hann hlyti að vera dauðvona og hann var svo mjór. Litlu fótleggirnir hans litu út fyrir að vera bein með þunnu lagi af strekktu skinni yfir. Hann leit ekki út fyrir að geta lyft höfðinu. Og tómt augnarráð hans sat í mér- það var hræðilegt“.

“Ég á 2 ára barnabara og ég fór að hugsa um það hve hræðilegt það væri ef hann yrði allt í einu einn með engann til að gefa honum mat og hugsa um hann. Ég varð að stoppa mig af, vegna þess að þessar hugsanir voru svo skelfilegar. Jacob hafði líka verið barn einhvers. Hvernig myndi þeim líða ef þeir vissu í hve slæmt ástand hans var? Dýrmæti litlu stákurinn þeirra“.

“Ég reyndi í fyrstu ekki að fá styrktarforeldra fyrir hann þar sem ég var hrædd um að hann myndi ekki lifa af og ég vildi ekki að styrktarforeldarnir þyrftu að ganga í gegnum það“.

“Þegar að nýjustu myndirnar frá A-Kongó komu inn á borð mitt nýlega sá ég nafnið hans merkt aftan á mynd áður en ég sá andlitið hans. Ég held að ég hafi jafnvel hrópað upphátt. Ég veit að ég gerði það í hjarta mínu. Ó, frábært! Jacob!

“Hann lítur svo vel út núna. Hann hefur þyngst, er með ávalar kinnar og elskulegt bros. Ég var svo spennt og frá mér numinn af gleði yfir því hve vel hann hefði náð sér. Ég prentaði þess vegna út fyrstu myndina sem hafði borist af honum og svo nýjustu myndina og hafði þær á skrifborðinu mínu í nokkrar vikur. Svo horfði ég á þær til skiptis og því ég átti svo bágt með að trúa því að þetta væri sami drengurinn“.

“Það hefur alltaf verið heiður að vinna á skrifstofu Alþjóðlegu barnahjálparinnar, að hafa þau forréttindi að sjá börnin, lesa sögur þeirra um hvernig að þau komust í umsjón okkar og að vera ein af þeim sem hjálpa þeim að fá þann stuðning sem þau þarfnast. Ég fann sérstaklega fyrir þessum heiðri og gleði þegar að nýja myndin af Jacob barst“.

“Styrktarforeldrar kynnast fáum börnum – en ég fæ að sjá þau öll. Það eru forréttindi fyrir mig. Ég er þakklát að Alcyon (stofnandi félagsins) svaraði kallinu fyrir öllum þessum árum og að Alþjóðlega barnahjálpin sé enn að stafa og bjarga lífum barna“.