Alþjóðlega barnahjálpin eru alþjóðleg góðgerðarsamtök. Á ensku nefnast samtökin International Children's Care, ICC. Markmið félagsins er að lina þjáningar og raunir barna um allan heim, sérstaklega þeirra sem eru án stuðnings foreldra eða forráðarmanna. Félagið starfrækir barnaþorp í 12 löndum. Þessi lönd eru: Rúmenía, A-Kongó, Gana, Sambía, Brasilía, Kólumbía, Guatemala, Mexíkó, El Salvador, Níkaragúa, Dóminíska lýðveldið og Indland. Alþjóðlega barnahjálpin á Íslandi er styrktarland barnaþorpana í Rúmeníu og A-Kongó.
Árlegt félagsvistarkvöld félagsins verður haldið laugardaginn 10. mars kl. 20 í Suðurhlíðarskóla. Verðlaun verða veitt í karla – og kvennaflokki auk þess sem veittur er farandbikar fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. Aðgangseyrir er 1500 kr. og innifalið er kaffi og kökur. Ágóði kvöldsins rennur til barnaþorpsins í A-Kongó. Komum og eigum gott kvöld saman 🙂 Hlökkum til að sjá sem flesta! Vinsamlegast athugið að við verðum ekki með posa á staðnum.
Árlegt bingó okkar verður sunnudaginn 15. október kl. 15 í Suðurhlíðarskóla (Suðurhlíð 36, Rvk). Glæsilegir vinningar í boði! Eftirfarandi fyrirtæki hafa þegar gefið vinninga; Borgarleikhúsið, Elding hvalaskoðun, Hótel Laxness, Nings, Perlan Museum, Rúmfatalagerinn, Secret Lagoon, Skemmtigarðurinn, Subway og Whales of Iceland. Bingóspjaldið verður á 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur! Ath. verðum ekki með posa á staðnum.